Mismunandi nálgun

Ég hef þjáðst af ólæknandi bloggleti undanfarnar vikur og ætla svo sem ekki að reyna að afsaka það en nú get bara ekki haldið kjafti lengur, eins og kerlingin sagði. Nýlegur dómur hæstaréttar um að ekki megi meina manni sem beitti konu sína svívirðilegu ofbeldi árum saman að nálgast hana gengur gersamlega fram af mér. Það kom svo sem ekki á óvart að sumir sæju ekki ástæðu til að skerða frelsi mannsins þótt hann hafi gengið svo gróflega gegn persónufrelsi annarrar manneskju. Hitt kom mér á óvart að enn og aftur hófst umræða um hvort lögin væru gölluð. Þetta er jafnan viðkvæðið þegar dómar ganga gegn réttlætiskennd almennings. Dómarar segjast vera bundnir af bókstaf laganna og dómhefðum og því verði ekki breytt. Kjaftæði! Það er hlutverk dómara að túlka lögin og leggja línurnar. Gleymum ekki að það var hæstiréttur Bandaríkjanna sem kvað upp úr um að leyfa skyldi fóstureyðingar þar í landi og nú er þessi sami dómur að rökræða um giftingar samkynhneigðra. Dómarar eiga að taka afstöðu sem vissulega er byggð á lögum landsins en einnig af málsatvikum og aðstæðum hverju sinni. Það er kominn tími til að íslenskir dómarar taki eindregna afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Lögin í landinu gefa fullt tilefni til þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heyr, heyr, takk fyrir skeleggan og góðan pistil. - Ég tek heilshugar undir hvert orð sem stendur í þessum pistli.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband