Hrífandi hreinsun og alvarlegt mál

Ég sló persónulegt met í bloggþögn núna. Ég hef sem sé þagað í rúman mánuð, ekki slæmt af kjaftaskjóðu. En nú er sem sé mál að linni. Stórum hluta þessa mánaðar eyddi ég í Póllandi í detox-meðferð undir handleiðslu Jónínu Ben. sem reyndist mér einstaklega vel. Ég léttist um átta kíló og vann upp þrek sem ég sárlega þarfnaðist þannig að maðurinn minn hefur á orði að nú sé ég ofvirk og hann geti hreinlega dregið sig í hlé. Ristilskolunin sem allir eru svo uppteknir af hér heima er lítið brot af þessu prógrammi og ekkert sérlega minnistætt miðað við annað þarna. Þetta hérað í Póllandi er heillandi fallegt og hentar sérlega vel til gönguferða. Ég gekk 8-9 km á dag og hamaðist í leikfimi þess á milli. Mikið rosalega hafði ég gott af þessu. Mataræðið gekk út á að hreinsa út aukefni og ýmiss konar óhollustu sem ég hef gúffað í mig á undanförnum árum og nú er ég eins og nýhreinsaður hundur. En að lokum verð ég að benda á þessa færslu Svövu systur því málið er grafalvarlegt. Slóðin hennar er slartibastfast.blog.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta hefur verið spennandi. Mér finnst þú nú alltaf svo orkumikil, hvernig ertu þá núna? Hehehhehe

Sár söknuður í gangi.

Guðríður Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blogg síða ekki skráð

Ekkert blogg hefur verið skráð á slartibastfast.blog.is

Kemst ekki inn - Velkomin heim

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 10:24

3 identicon

Velkomin heim aftur. Ég var farin að undrast hvar þú værir eiginlega - en mikið hlýtur að hafa verið fínt að fara í svona hreinsun!

Sigga Inga (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Búin að kíkja inn á síðuna annað veifið og voðalega glöð að fá þig aftur. Til hamingju með hreinsunina!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:47

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mikið held ég að þarna sé unnið gott starf og mikilvægt...til hamingju me'ð árangurinn. Heilsan er mikilvægust af öllu og því frábært að sinna henni vel.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 30.9.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband