Arðbær endurvinnsla

Maðurinn minn mætti í vinnuna til mín áðan og bauð mér og samstarfsfélögunum sælgæti upp úr dós. Við spurðum hann hvað þetta væri og svarið var: Endurunninn hlutabréf með lakkrísbragði. Þessi ljósu eru Glitnir en þau dökku Landsbankinn. Ekki ónýtt að eiga svona útsjónarsaman mann í kreppunni. Stofnum bara um þetta fjölskyldufyrirtæki og endurvinnum á fullu í bílskúrnum. Hægt að bæta við ótalbragðtegundum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, hehe, viljið þið þá hafa eitt bragð eins og bragðið af bláum Opal takk

alva (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Heidi Strand

Var það ekki beiskt?

Heidi Strand, 9.10.2008 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð hugmynd, mæli með áframhaldi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.10.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Humm... borðuðu þið sem sagt hlutabréf  . Allt er hey í harðindum (bros)

Gott ef hægt er að endurvinna þau með þessum hætti - bragðbæta örlitið og setja svo í gamla sparibauka og selja...

Eigðu góða helgi

Linda Lea Bogadóttir, 10.10.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband