Frábær Egill Helga.

Mikið var ég ánægð með Egil Helgason í Silfrinu í gær. Hann spurði einmitt þeirra spurninga sem ég vildi fá svör við. Það sló mig hins vegar að þegar Egill spurði Jón Ásgeir hvort hann væri ekki tilbúinn að leggja 100 miljóna íbúð sína í New York, snekkju og þotu inn hjá íslenska ríkinu til að bæta upp eitthvað af þeim fjármunum sem hafa tapast svaraði Jón Ásgeir því til að sagan myndi dæma hann og aðra útrásarvíkinga og leiða í ljós hvort nauðsynlegt hefði verið að yfirtaka Glitni. Ég velti því fyrir mér hvort dómur sögunnar yrði ekki mildari gagnvart Jóni Ásgeiri hvernig sem allt hitt mun metið ef hann skilar verðmætum af fúsum og frjálsum vilja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst nú alveg í lagi að bíða aðeins með að sjá þá sök sem verið er að setja á JÁ.  Ekki að ég sé sérlegur talsmaður hans heldur á eftir að koma í ljós sú fullyrðing hans að Seðlabankinn hafi komið Glitni í þrot og dómínóáhrifin síðan hring holskeflunni á stað.

Það er nefnilega svo margt sem ekki er komið á hreint.
Mér fannst bæði Egill og Jón Ásgeir komast vel frá sínu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér finst alltof snemmt að dæma og við skulum passa okkur á því að glerhúsin brottni ekki,mér finst Egill ekki hafa efni á svona taugaveiklunareinþáttungi eins og hann lék á móti Jóni Ásgeiri í gær.Egill hrósaði þessum mönnum og hvatti þá áframm eins og margir gerðu og líka þessir menn ullu ekki heimsbyggðar fjármálakreppunni.

Guðjón H Finnbogason, 13.10.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Já...... þar kom að því að við erum ekki sammála en það er allt í lagi því við búum við málfrelsi......   kæra vinkona

Sigurveig Eysteins, 13.10.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband