Hamstrar og aðrir

Maðurinn minn er hamstur í eðli sínu. Það kom berlega í ljós í flutningunum þegar ég vildi henda og henda og gefa í Rauða Krossinn en hann hljóp á eftir hverju skriflinu á fætur öðru og dró það miskunnarlaust í búið aftur. Nú eru allar geymslur í nýja húsinu að verða fullar svo út af flóir af hlutum sem hann er viss um að ég muni einhvern tíma þarfnast eða börnin mín þrá heitar en nokkuð annað áður en yfir lýkur. Seint verður víst hægt að fá hamsturinn til að breyta kinnapokunum þannig að smátt og smátt munu sumir af þessum hlutum hverfa á meðan hann er úti á sjó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Til lukku með nýja húsið og nýtna eiginmanninn. Það getur verið gott að geyma til mögru áranna núna

Aðalheiður Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Heidi Strand

það er upplagt að grisja við flutningum.

Ég þekki einn sem er með tveir bílskúrar fullar af drasli.
Vinur okkar í Finnlandi flutti úr einbýlishúsi í blokkaríbúð. hann er mikill safnari og hann bankaði upp hjá nágrönnunum og bað um að dá tómar geymslur þeirra lánaða. nú er hann með fjórar troðfullar geymslur fullar af dóti.
Hann kom hingað og var yfir sig hrifinn af kolaportinu. hann fékk bara stjörnur í augunum.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Var að flytja um miðjan september og hendi nánast jafn miklu og ég tók með mér.  Karlinn var handjárnaður og múlbundinn á meðan (nánast).

Hann er líka hamstur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Kem um helgina og hjálpa þér við að láta hluti hverfa

Sigurveig Eysteins, 29.10.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég var að flytja í maí.  Að flytja fyrst og henda svo er minn flutningsstíll - en mæli alls ekki með honum.

Marta B Helgadóttir, 29.10.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband