Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Ég er orðin slagorð

With A Name Like Steingerdur, It Has To Be Good.

Enter a word for your own slogan:

Generated by the Advertising Slogan Generator, for all your slogan needs. Get more Steingerdur slogans.


Skjótt skipast veður í lofti

Í gærkvöldi gengum við Freyja hringinn í kringum Rauðavatn í stilltu, svölu veðri og leið óskaplega vel. Þetta var í ljósaskiptunum og birtan einstaklega falleg. Yfir okkur hvelfdist stjörnubjartur himinn og máninn hékk hálfur með skært gervitungl sér við hlið. Tíkin trylltist um leið og við komum inn í skóginn, enda eru kanínur þar. (Ég skil ekki þá fortakslausu grimmd og miskunnarleysi að henda gæludýrum barna sinna út í íslenskar aðstæður þegar börnin eru búin að fá nóg. Þessir vesalingar komast reyndar af hér en afföllin eru gríðarleg á ári hverju.). Eftir hressandi og fínan spássitúr komum við til Helenar systur þar sem Freyja hakkaði í sig hálfan poka af harðfiski sem frænka hennar var svo vitlaus að skilja eftir á sófaborðinu. Mér reyndar sýndist Helen ekkert hafa á móti því að moka góðgætinu upp í tíkina þar til ég sagði stopp. Morgunganga okkar byrjaði hins vegar hvorki né endaði eins vel. Við fórum seinna af stað en venjulega og leiðindarigning barði á okkur allan tímann sem við gengum. Ég slapp þó inn áður en himnarnir opnuðust og helltu öllu því vatni sem þar fara að finna í fötum yfir höfuðborgina. Þegar það gerðist var ég á leið í vinnuna og rúðuþurrkurnar höfðu ekki undan að reyna að skafa mér smáútsýni. Þannig að skjótt skipast veður í lofti hér á landinu kalda þetta haustið.

Vaðandi í villu og svíma

Við systur, Svava og ég, fórum með Freyju í gönguferð uppi í Heiðmörk í dag. Við gengum gleiðgosalegar inn í skóginn og vorum ekki lítið sperrtar og ánægðar með okkur í góða veðrinu. Gleðin fór þó eitthvað heldur að súrna þegar við vöknuðum upp við vondan draum og áttuðum okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hvar bíllinn var. Við vorum búnar að ganga heillangan hring og komnar á veg aftur en bíllinn var hvergi nálægur. Við vissum að við höfðum lagt við Furulund og nú hófst leit að honum á korti. Jú, þarna var hann og við héldum af stað. Hvort við vorum að fara í rétta átt eður ei var hins vegar fullkomlega óljóst. Eftir langt labb og klór í höfðinu yfir þremur kortum römbuðum við á bílinn meira fyrir heppni en lagni. Ég vildi óska að mér hefði gengið betur í ferðamennskutímunum í Leiðsöguskólanum en ég skildi hvorki upp né niður í kortunum sem við vorum að reyna að lesa á þar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband