Ójarðnesk birta

Hafið þið tekið eftir birtunni í ljósaskiptunum undanfarna daga? Ójarðnesk fegurð er lýsingin sem kemur upp í hugann þó ég skilji nú ekki alveg hvernig hægt er að tala um að jarðnesk fyrirbæri séu ójarðnesk. Kannski fannst fólki að sumir hlutir væru svo fallegir að þær ættu tæpast við hér í þessu guðsvolaða mannlífi og væru því meira skyldir sæluríkinu á himnum. En hvernig sem því er nú háttað þá er þessi birta svo heillandi að ég stend stokkfrosin uppi á Víghól á hverju kvöldi og stari á himininn. Neðst er eldrauður bekkur og þar fyrir ofan roðagyllt geislaflóð sem smátt og smátt deyr út í grábláma og stöku dimmblá ský sveima yfir öllu. Í fjarska stilla sér svo upp á aðra höndina Snæfellsjökull með hvítan topp en á hina grá og tignarleg Grindaskörðin. Já, svona lítur himininn áreiðanlega út allan sólarhringinn í ævintýralandinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Ójá, það er ótrúlegt hvað litirnir geta verið fallegir.  Um daginn þegar ég kom heim var bleik slikja yfir öllu Bláfjallasvæðinu.  Ótrúlega fallegt

Svava S. Steinars, 14.2.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sammála, það er ótrúlega fallegt að horfa bæði á sólarlag og sólaruppkomu, alla vega héðan úr himnaríki!

Guðríður Haraldsdóttir, 14.2.2007 kl. 19:57

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ójá, stundum reynir maður að fanga þessi augnablik, og svei mér þá ef það tekst ekki næstum því stundum...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.2.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Vá.

Lýsingin minnir mig einhvernveginn á myndirnar hennar ipanema bloggvinkonu minnar. Svo ægifögur birtan í þeim. www.ipanema.blog.is

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband