Það þarf þorp til að ala upp barn

9789979224129Endurminningabækur eða skáldævisögur er bókmenntagrein sem nýtur mikilla vinsælda. Þá stíga fram á ritvöllinn einstaklingar og lýsa áföllum, sorgum og sigrum lífs síns. Margir vilja setja fyrirvara við slíkar bækur og benda á verði að aðeins sé um að ræða sjónarhorn eins aðila og að minningar geti skolast til sérstaklega þegar hugsað er aftur til bernskunnar. Það þýðir ekki að sannleikurinn sé ekki sagður í slíkri bók og þær eigi ekki erindi. Einkum eru slíkar sögur gagnlegar til að samfélagið nái að líta sér nær og leita leiða til að gera betur.

Fyrrum varaforseti Bandaríkjanna Hubert Humphrey sagði eitt sinn í ræðu í bandaríska þinginu: „Siðferðilegur prófsteinn ríkisstjórnar er hvernig hún kemur fram við þá sem eru í dögun lífs síns, börnin; þá í ljósskiptum ævinnar, hina eldri; þá sem eru í skugga lífsins, hina veiku, hina þurfandi og hina fötluðu.“ Mjög oft hafa þessi orð hans skolast til og í stað ríkisstjórna talað um þjóðir. Í raun er ágætt að heimfæra þau upp á þjóðir því í öllum skilningi ætti þetta að vera sú mælistika sem notuð er á mannleg Manneskjusaga-scaledamfélög.

Alveg er óhætt að flokka bókina, Myndin af pabba, í hóp skáldævisagna en þar skráir Gerður Kristný sögu Thelmu Ásdísardóttur. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út og breytti algerlega umræðunni um kynferðisafbrot gegn börnum og opnaði augu manna fyrir því hvernig litið var framhjá því og látið hjá líða að koma börnum sem þjáðust til hjálpar. Fyrir skömmu kom svo út bókin, Barnið í garðinum eftir Sævar Þór Jónsson og það er áhrifamikil og eftirtektarverð bók. Sævar Þór, eins og Thelma, tilheyrir í æsku nokkrum þeirra hópa sem Hubert Humpfrey vísar til. Hann er barn, það er brotið gróflega á honum og það áfall veldur honum andlegum skaða, fjölskyldan glímir við fátækt og sjúkdóma og hann þarf á aðstoð við nám að halda. Hann mætir litlum skilningi í skóla eða frá sínu nánasta umhverfi. Foreldrar hans glíma við eigin vanda og hann er langyngstur af sínum systkinum. Kannski hefur það eitthvað með það að gera hversu afskiptur hann er og lítt sinnt um tilfinningalegar þarfir hans

BarnidIGardinum_72Sinnuleysi foreldra um líðan barna sinna og vanhæfni til að styðja þau út úr ýmsum vanda er viðvarandi vandamál. Elísabet Jökulsdóttir lýsir mjög vel sambandi sínu og móður sinnar í bæði Aprílsólarkulda og Saknaðarilmi. Engin vafi er á að þar er ástúð og velvilji til staðar en þær ná samt ekki að mætast fullkomlega. Ekki er langt síðan bækurnar Manneskjusaga og Auðna sem báðar segja áhrifamiklar sögur af fjölskylduleyndarmálum og þeirri tilhneigingu að takast á við ofbeldi þegar það kemur upp með þögn. Í fyrra komu svo út bækurnar Elspa og Álfadalur semm klárlega er hægt að fella undir þessa tegund bókmennta. Margar aðrar mætti nefna, m.a. bækur Þórbergs Þórðarsonar, Sigurðar A. Magnússonar, Jóns Gnarr og Mikaels Torfasonar. Þótt þessar bækur séu mjög ólíkar fela þær í sér áfellisdóm yfir afskiptalitlu samfélagi og eru oft átakanlegar. Í flestum tilfellum eru þetta þó sigursögur og vitna um hvernig menn geta yfirstigið áföll og fundið sér farveg í lífinu þrátt fyrir erfiðleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband