Eitt eða tvö augu

Vog: Fyrir meira en 400 árum síðan, sagði hinn vitri Erasmus: "Í blindra manna landi, er sá eineygði konungur". Varaðu þig á fólki með takmarkaða sýn sem leiðir þá með enga sýn.

Þetta er stjörnuspáin mín í dag. Þegar ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér saga sem ég las í ensku í menntaskóla. Mig minnir að titillinn hafi einmitt verið þetta spakmæli en sagan fjallaði um mann sem lenti í flugslysi hátt uppi í afskekktum fjöllum og endaði í dal þar sem allir íbúarnir voru blindir. Í byrjun hugsaði hann sér gott til glóðarinnar og taldi að þar sem hann hefði sjónina fram yfir þá innfæddu myndi hann fljótt ná æðstu völdum á staðnum. Í ljós kom hins vegar að fólkið var vel aðlagað sjónleysinu og hinn sjáandi var í verstu vandræðum með að komast af. Hinir blindu leiddu því þann sjáandi. Mér fannst þetta mjög sláandi og skemmtileg saga og hún segir mér að þeir sem hafa takmarkaða sýn eða enga geta líka kennt okkur og eru sennilega bara alls ekkert varasamir. Óðinn var eineygður og sá þó um veröld alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ósk um betra blogg

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.1.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Manstu nokkuð hvað sagan heitir? Forvitnilegt efni finnst mér.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 17:27

3 identicon

Mig minnir að sagan héti In the country of the blind the oneeyed man is king. Hún var í smásagnasafni frá Penquin útgáfunni ég held í öðru bindi.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:11

4 identicon

Hrönn mín ég googlaði þetta og sagan er eftir H. G. Wells og heitir eins og ég hélt In the country of the blind ...

steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:14

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Var þetta ekki þannig að þeir blindu vildu taka úr honum augað, því hann ruglaði svo mikið að þeirra áliti og sáði inn efa um heimsmynd þeirra blindu.

Svona eins og sagan um fuglinn sem sat skjálfandi úr kulda á sléttunin, þegar kýrin skeit á hann, og hann eins og fífl fór að syngja af gleði þegar ylurinn af skítnum ornaði honum, sem leiddi til þess að haukurinn kom, sá og át hann.

Svipaður boðskapur ekki rétt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.1.2008 kl. 23:01

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta getur vel passað hjá þér Þorsteinn. Ég man ekki alveg nógu vel söguþráðinn. Ég man bara að það sat í mér hversu merkilegt það var að blinda fólkið þurfti ekkert á þeim sjáandi að halda.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.1.2008 kl. 09:32

7 identicon

Hinir blindu vildu blinda unga manninn líka og hann reyndi að flýja með því að klífa klettavegg sem var eina leiðin burt úr dalnum en hann dó á miðri leið.

margrét steinarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband