30.11.2007 | 16:51
Grunnskólabörn og trú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.11.2007 | 13:22
Undarlegar draumfarir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.11.2007 | 11:04
Orðið mitt og orðið þitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.11.2007 | 14:22
Vandræðagangur og vesen
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2007 | 14:14
Eðli ofbeldis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2007 | 16:06
Eftirminnilegasta viðtalið
Ég var spurð að því um daginn hvað væri eftirminnilegasta viðtal sem ég hefði tekið. Eitt andartak hugsaði ég mig um en í raun vissi ég strax hvaða viðtal það væri. Ekki vegna þess að ég hafi ekki hitt margt merkilegt og eftirminnilegt fólk á ferlinum því svo sannarlega hafa margir viðmælenda minna veitt mér innblástur, gleði og kennt mér margt. Eftirminnilegasta viðtalið var við Guðrúnu Jónu Jónsdóttur unga stúlku sem varð fyrir fólskulegri árás kynsystra sinna niður í bæ í byrjun tíundfa áratugarins. Hún var aðeins sextán ára þegar þessi atburður varð og það blæddi inn á heilastofninn og hún hefur síðan verið bundin hjólastól og aðeins tjáð sig með hjálp tölvu. Þetta er dugleg stúlka sem hefur aðlagast aðstæðum sínum og gert það sem hún hefur getað til að auðga líf sitt. Ég spurði hana margra spurninga og við spjölluðum saman með aðstoð mömmu hennar. Undir lok viðtalsins spurði ég hana hvort hún hefði verið búin að ákveða hvað hún ætlaði að verða þegar hin örlagaríka árás var gerð. Hún svaraði: Já, ég ætlaði að verða leikkona. Mér fannst eins og heitur fleinn hefði verið rekinn í gegnum kviðinn á mér og tárin fóru að svíða bak við augun. Ég beit á jaxlinn og tókst að halda öllum tilfinningum niðri og klára viðtalið. Í þessari einu setningu opnaðist mér nefnilega heimur sextán ára barns sem á framtíðardrauma, vonir og þrár sem á einu augnabliki eru lagðar í rúst. Í einu vetfangi gerði ég mér grein fyrir hversu mikið var frá henni tekið. Þegar ég kom út úr íbúð hennar byrjuðu tárin að streyma og ég flytti mér inn í bíl, lagði höfuðið á stýrið og grét nægju mína. Guðrúnu Jónu þykir óskaplega gaman að ferðast og reglulega síðan þetta var hef ég haft samband við góðgerðarsamtök og beðið þau að styrkja hana til ferðalaga. Ég vona að einhver þeirra hafi tekið tillit til þessa og gert eitthvað fyrir hana. Mér var að minnsta kosti tekið vel í símann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.11.2007 | 20:23
Þrár um þráa til þráinns
Svona lauk símasamtali mínu við Helen systur mína núna áðan:
Ég: Ég verð að hætta. Ætla að fara að þráast við að lesa Þráinn (Bertelsson).
Helen: Ertu farinn að þrá að lesa Þráinn?
Ég: Já, ég hef þráláta þráhyggju gagnvart glæpasögum.
Helen: Bless og passaðu þig að þrána ekki við að lesa Þráinn.
Þetta finnst okkur systrum fyndið. Sorglegt en satt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2007 | 16:00
Kosmísk kraftaverk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.11.2007 | 21:03
Ævintýri á gönguför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.11.2007 | 16:55
Heimsk sem bolabítur
Þessa dagana sankast að mér sannanir fyrir lélegu gáfnafari mínu. Fyrst trúði Jón Gnarr þjóðinni fyrir því að gáfaða fólkið kynni að meta Næturvaktina en heimskingjarnir skildu ekki húmorinn. Þar sem ég er ein þeirra örfáu sem ekki get hlegið að áníðslu yfirlætisfulls hrokagikks á einfaldri og hálfsaklausri sál verð ég víst að játa á mig gáfnaskort. Við bætist svo að Mogginn flytur frétt af nýrri rannsókn sem sýnir að mjaðma- og bosmamiklar konur eru bæði gáfaðri og fæða greindari börn en hinar. Ég á hinn bóginn er ákaflega grönn yfir mjaðmirnar og fitna helst framan á maganum en samkvæmt þessu geymir ístran aðeins omega 6 fitusýrur sem eru lélegt fóður fyrir heilann. Ekki lýgur Mogginn og ekki ljúga vísindinn svo ég verð víst að lifa við það að vera heimsk sem bolabítur.
![]() |
Stundaglasavöxtur til marks um gáfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)