24.11.2008 | 11:52
Leiðrétting
Hafa skal það sem sannara reynist. Ég verð að leiðrétta þann misskilning minn að það var ekki jafnréttisþing sem haldið var í Iðnó heldur var þetta málstofa gegn kynbundnu ofbeldi á vegum The European Women's Lobby. Ég hafði heyrt að kvenréttindakonur hyggðust halda eigið þing og ákvað þess vegna þetta væri það. En það breytir ekki því Magga mín fékk viðurkenningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2008 | 17:55
Systrakærleikur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.11.2008 | 15:26
Óbjörgulegar björgunaraðgerðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.11.2008 | 20:12
Glæpamenn og glæpirnir sem þeir fremja
Ég var að lesa bók Erlu Bolladóttur, Erla góða, Erla, og verð að segja að ég er hálfsjokkeruð eftir lesturinn. Hingað til hafði ég haldið að rannsóknarmenn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefðu í einlægni talið sig vera að vinna að því að upplýsa málið og rétt eins og íslenskur almenningur trúað því að þessir einstaklingar væru sekir um morð. Ef marka má tilfinningu Erlu gagnvart yfirheyrslunum, og í raun er engin ástæða til að efast um hana, vissu þessir menn fullvel að ekki stóð steinn yfir steini í frásögnum hennar og þversagnir voru svo margar og margvíslegar að allt rakst á hvers annars horn. Henni fannst hún vera að leika í leikriti og að hún og rannsóknarmenn vissu fullvel að um spuna og tilbúning væri að ræða. Þessir menn voru hins vegar ákveðnir í því að leiða málið til lykta á einn veg til þess að tryggja starfsframa sinn og vegferð í kerfinu og það tókst. Þeir hafa allir hafist til æðstu metorða hver á sínu sviði og þótt almenningur viti í dag að rannsókn þessi var meingölluð og aðilar málsins saklausir af þeim sökum sem á þá voru bornar hafa þeir aldrei þurft að svara fyrir verk sín. Líf fjögurra ungra manna og einnar konu var lagt í rúst og fjórir menn sátu saklausir í gæsluvarðhaldi með öllum þeim sársauka sem því fylgir. Nú verðum við að spyrja okkur hverjir séu glæpamennirnir í þessu máli og hvers konar glæpur var framinn fyrir rúmum þrjátíu árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2008 | 16:07
Að spila með eða sitja hjá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)