16.3.2007 | 18:47
Alls staðar eru dýr


Bloggar | Breytt 26.3.2007 kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 10:58
Luxusgella
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.3.2007 | 10:08
Dýrafræði eldsnemma að morgni
Elsku músin mín, komdu hér, sagði ég við Freyju um sjöleytið í morgun.
Skelfing ertu illa að þér í dýrafræði, fóstra mín, svaraði Freyja. Ég er hundur, ekki mús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.3.2007 | 12:31
Pick-up línur
Þennan pistil skrifaði ég einu sinni fyrir Vikuna. Ótrúlega margir karlmenn virðast trúa því að allt sem þurfi til að heilla konur upp úr skónum sé ein snjöll setning. Þeir sem einhverja skynsemi hafa vita að valt er að treysta á pick-up línur en það er til í dæminu að pick up línur séu nægilega snjallar til að brjóta ísinn og verða upphafið að nýjum kynnum. Lítum á dæmi: Kysstu mig ef ég hef rangt fyrir mér en heitir þú ekki örugglega Kolrassa?
Konur sem hafa einhverja kímnigáfu á annað borð myndu alls ekki standast þessa línu og þótt þær færu ekki endilega að kyssa gæjann fyrir það eitt að hafa ekki giskað á akkúrat rétta nafnið þá vekur þetta a.m.k. nægan áhuga til að þær séu tilbúnar til að halda samræðunum áfram. Það má til að mynda alveg hugsa sér að upp úr þessu spretti fjörug umræða um störf mannanafnanefndar.
Ég er óhugnanlegur, ég er fölur, ég er þinn. Stundar þú annars ekki örugglega galdra?
Að sjálfsögðu er heppilegast að nota þessa línu á dökkhærða konu í svörtum kjól með illilegan kött á annarri öxlinni. Slysist menn til að nota hana á ljóshærðar, engilfríðar stúlkur mega menn ekki vera of bjartsýnir á að árangur náist.
Fyrirgefðu en þú líkist alveg óskaplega stelpu sem ég var rosalega skotinn í í átta ára bekk. Varstu nokkuð í Réttó?
Þessi er frekar gagnsæ en yfirleitt getur konan þó ekki stillt sig um að svara og þótt engin rómantík verði úr þessu veit karlinn a.m.k. hvar hún stundaði grunnskólanám. Við á Vikunni höfum líka frá áreiðanlegum heimildum að þetta virki rosalega vel á grunnskólakennara því spurning sem þessi gefi þeim tilefni til að segja skoðun sína á kostum og göllum íslenska skólakerfisins. Það er ekkert sem mælir gegn því að konur noti þessar línur til jafns við karla en þá mæli ég með því að þær noti mannsnafnið Jörmundrekur og kvengeri lýsingarorð og nafnorð. En á alvarlegri nótum má benda á að oft er erfitt að kynnast nýju fólki og skemmtilegt ávarp er stundum allt sem þarf til að byrja samræður. Þegar þær eru á annað borð komnar af stað er best að vera bara maður sjálfur, afslappaður og kurteis og reyna ekki að leika eitthvert hlutverk. Einhver vitur maður sagði einhverju sinni að þegar maður heilsaði væri best að segja halló því ef maður segði bless ruglaði það ótal marga í ríminu. Þetta er góð regla í samskiptum við ókunnuga, þ.e.a.s. fylgdu viðteknum umgengnisvenjum og reyndu ekki að brjóta reglurnar svona rétt í byrjun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2007 | 17:14
Einka Steinka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2007 | 11:57
Dýr morgunblundur
í morgun var ég venju fremur syfjuð og stuggaði því hastarlega við tíkinni þegar hún reyndi að vekja mig klukkan hálfsjö. Ég hafði þó grun um að dýrið þyrfti að láta frá sér eitthvað svo ég skreiddist niður og opnaði útidyrnar. Drattaðist því næst hálfblind upp aftur og hélt áfram að sofa. Þegar ég vaknaði nærri þremur klukkustundum síðar blöstu fyrst af öllu við mér brúnir moldarblettir um allt rúmið mitt. Ég æpti upp yfir mig og flaug auðvitað fyrst í hug að viðbjóðslegur uppvakningur sendur af Svövu systur hefði spígsporað yfir rúmið mitt með þessum afleiðingum. Næst sá ég að rúmteppið mitt, sem lá snyrtilega samanbrotið á gólfinu, var allt út í svipuðum blettum, svefnherbergisgólfið sömuleiðis, teppið á stigapallinum og stiginn niður. Holið á neðri hæðinni var þakið í mold og forstofan eins og einhver hefði staðið þar í skurðgreftri. Í einu horni forstofunnar svaf engilfríður gulur hundur og ekki bar á mold á honum að ráði. Ég skyldi ekkert í þessu þar til ég fann upp í sófa í sjónvarpshorninu viðbjóðslega spýtu þakta mold, sniglum og sandi. Tíkin hafði sem sé sótt þetta einstaklega, aðlaðandi leikfang út í port þegar ég opnaði og afleiðingarnar voru þessi skemmtilegheit. Það tók mig þrjá og hálfan tíma að þrífa húsið eftir ævintýrið. Tíkinni reyndust sem sagt drjúg morgunverkin en morgunblundurinn var mér dýr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 22:55
Úað af hjartans lyst
Í gær fórum við Freyja í göngutúr og ákváðum að ganga út með Kársnesinu. Veðrið var ágætt og lítil skúta vaggaði úti á Fossvoginum. Einhverjir siglingaklúbbsmenn voru líka með börn í smábátum úti að róa og það var gaman að fylgjast með hópnum. Það eina sem spillti var að óskaplega margir hjólreiðamenn voru þarna á ferli og þeir sem þekkja Freyju vita að hún er ákveðin í að ná a.m.k. einum slíkum einhvern tíma á ævinni. Æðafuglar svömluðu í flæðarborðinu og úuðu á mig af fullkomnu miskunnarleysi. Þeir gáfu það berlega í skyn að ekki væri forsvaranlegt kona klædd flíspeysu löðrandi í hundahárum og leikfimisbuxum sem með reglulegu millibili sigu niður undir hné væri á ferli á þessum stað. Ég viðurkenndi svo sem að þeir hefðu nokkuð til síns máls en tók síðan upp á þeim skemmtilega sið að úa á móti. Það hefði svo sem ekki verið í frásögur færandi nema vegna þess að eitthvert hjólreiðamannsóféti laumaðist upp að mér á hljóðlausu hjóli og það varð til þess að síðasta úið kafnaði í hálsinum á mér og varð eiginlega bara máttleysislegt u. Ég gat hins vegar ekki betur séð en að eitthvert skítaglott breiddist yfir andlit hjólreiðamannsins um leið og hann renndi sér fram hjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.3.2007 | 22:35
Ættarfylgjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)