25.10.2007 | 09:36
Nú er ég reið!
Nú er ég reið! Að vanda fór ég út með hundinn í morgun og við urðum auðvitað forarrennandi blautar. Ég ætla svo sem ekki að fara óskapast út í almættið fyrir veðrið en þegar ég var rétt að koma að húsinu heima gerði ökumaður sér lítið fyrir og keyrði í veg fyrir mig á gangbraut og jós í leiðinni yfir mig ísköldu og drullugu vatni úr polli. Þetta var á gatnamótum Digranesvegar og Vallartraðar klukkan rétt rúmlega átta í morgun. Þarna er hraðahindrun og mjög auðvelt að stoppa. Þetta ljúfmenn kaus að gera það ekki þótt ég væri komin út á miðja gagnbrautina og í þann veginn að ganga í veg fyrir hann. Hann ók samt hiklaust áfram og ofan í poll við hraðahindrunina og ég fékk gusuna yfir mig. Þetta var eins og atriði úr bíómynd en ekki datt kvikindinu í hug að stoppa og athuga hvort ég væri í lagi. Maðurinn var á stórum svörtum jeppa og aftan á honum við skottið voru silfurlitaðir listar. Því miður þekki ég ekki Volkswagen frá vörubíl en ef þessi tiltekni ökumaður rekst inn á þessa síðu þá vil ég benda honum á að hann er skúmpoki (scumbag).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)