Óréttlát Tryggingastofnun

Að undanförnu hafa þúsundir aldraðra og öryrkja fengið kröfur um háar endurgreiðslur til Tryggingastofnunar vegna ofreiknaðra bóta á síðasta ári. Dæmi eru um að fólk þurfi að greiða hátt í milljón á einu bretti en ekkert færi er gefið á að greiða í fleiri en einni greiðslu öðruvísi en að fullir vanskilavextir komi þar ofan á. Þetta fólk sem fyrir þessu verður ber enga ábyrgð á reikningsklúðri Tryggingastofnunar en þarf samt að greiða fullu verði handvömm starfsmanna hennar. Í Fréttablaðinu í dag er frásögn af öryrkja sem var svo ósvífinn að biðja um bensínstyrk vegna þess að hann ók langveiku barni sem tengt var honum fjölskylduböndum til og frá sjúkrastofnunum. Þessi styrkur verður nú til þess að öryrkinn þarf að greiða til baka háar fúlgur þótt hann hafi í raun verið að sinna þjónustu sem hið opinbera ætti að veita. Þetta er áreiðanlega ekki eina dæmið þar sem þessar fáránlegu endurgreiðslur eru bæði ranglátar og hreinlega meinlegar. Ég vil skora á Jóhönnu Sigurðar. að fella niður þegar í stað allar endurgreiðslukröfur á hendur öldruðum og öryrkjum. Íslenska ríkið fer ekki á hausinn við það.

Vond tilfinning verður verri

Þegar fréttist af endurútgáfu Tíu lítilla negrastráka óg umræðan um rasisma í tengslum við hana fór í gang fann ég vonda tilfinningu gagnvart þessari bók. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég átti að taka henni og teikningarnar fannst mér niðurlægjandi skrípamyndir fremur en snilldarleg list. Þessi tilfinning hefur nú verið elfd til muna eftir að ég las pistil Gauta Eggertssonar um þann jarðveg sem bókin er sprottin úr. Vinkona mín sendi mér slóðina og að lestri loknum var ég hreinlega með óbragð í munninum. Ég mun aldrei lesa þessa bók fyrir börn mér tengd og hvet alla til að hunsa hana. Pistillinn er birtur í Fréttablaðinu í morgun en fyrir þá sem vilja skoða hann strax er slóðin á bloggsíðu hans er: www.blogcentral.is/gautieggertsson.

Bloggfærslur 31. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband