13.11.2007 | 21:03
Ævintýri á gönguför
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.11.2007 | 16:55
Heimsk sem bolabítur
Þessa dagana sankast að mér sannanir fyrir lélegu gáfnafari mínu. Fyrst trúði Jón Gnarr þjóðinni fyrir því að gáfaða fólkið kynni að meta Næturvaktina en heimskingjarnir skildu ekki húmorinn. Þar sem ég er ein þeirra örfáu sem ekki get hlegið að áníðslu yfirlætisfulls hrokagikks á einfaldri og hálfsaklausri sál verð ég víst að játa á mig gáfnaskort. Við bætist svo að Mogginn flytur frétt af nýrri rannsókn sem sýnir að mjaðma- og bosmamiklar konur eru bæði gáfaðri og fæða greindari börn en hinar. Ég á hinn bóginn er ákaflega grönn yfir mjaðmirnar og fitna helst framan á maganum en samkvæmt þessu geymir ístran aðeins omega 6 fitusýrur sem eru lélegt fóður fyrir heilann. Ekki lýgur Mogginn og ekki ljúga vísindinn svo ég verð víst að lifa við það að vera heimsk sem bolabítur.
![]() |
Stundaglasavöxtur til marks um gáfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)