Þrár um þráa til þráinns

Svona lauk símasamtali mínu við Helen systur mína núna áðan:

Ég: Ég verð að hætta. Ætla að fara að þráast við að lesa Þráinn (Bertelsson).
Helen: Ertu farinn að þrá að lesa Þráinn?
Ég: Já, ég hef þráláta þráhyggju gagnvart glæpasögum.
Helen: Bless og passaðu þig að þrána ekki við að lesa Þráinn.

Þetta finnst okkur systrum fyndið. Sorglegt en satt.


Kosmísk kraftaverk

Fyrir tilstuðlan kosmískra krafta hitti ég nokkrar afbragðskonur á veitingahúsi í gær. Þær glöddu mig ósegjanlega hver á sinn hátt en þessi ólíki og einstaki hópur vakti hjá mig til umhugsunar um fegurð íslenskra kvenna. Ekki það að þær voru allar einstaklega laglegar og kertaljósin gerðu það að verkum að húðin ljómaði og það kviknaði ljós í augunum á þeim. Sú fegurð sem heillaði mig meira var innri styrkur þessara kvenna og ótrúlegur sköpunarkraftur. Þær höfðu allar horfst í augu við erfiðleika í sínu lífi og í stað þess að sýta örlög sín skapað úr þeim orku og kraft til góðs fyrir þær sjálfur og fjölskyldur sínar. Ef það er ekki fegurð þá veit ég ekki hvað fegurð er. Ég fór heim full af einstakri gleði og sú tilfinning hefur enst mér í allan dag. Húrra fyrir ykkur stelpur og haldið áfram að vera þið sjálfar.

Bloggfærslur 15. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband