22.11.2007 | 14:22
Vandræðagangur og vesen
Ég var að reyna að koma hér að færslum um innsta eðli mitt og mannsins míns. Ég tók nefnilega persónuleikapróf inni á vefnum en ég rakst á link á blogginu hennar Nönnu Rögnvaldar www.nannar.blogspot.com. Í ljós kom að ég er velsteikt dramadrottning sem laðast að proskum. Proskar eru þeir karlmenn sem kunna all the moves í byrjun en eru fljótir að hætta riddaramennskunni þegar konan er komin í gildruna. Ég veit ekki hvort maðurinn minn samþykkir að hann sé þá minn týpíski draumaprins. Ef ég þekki hann rétt mun hann bregðast við þessum fréttum með að yppa öxlum og segja: Akkúrat, eins og gott að mér tókst að blekkja þig í fyrstu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)