23.11.2007 | 11:04
Orðið mitt og orðið þitt
Ég var að hugsa um það um daginn að hver kynslóð á sér upp að vissu marki sinn eigin orðaforða sem síðan deyr út. Langafar og langömmur okkar slettu dönsku því það þótti fínt og töluðu um fortóf, altan og kames. Við vitum fæst hvað þessi orð þýða og myndi sennilega aldrei detta í hug að nota þau. Ömmur krakka í dag töluðu um að þetta og hitt væri lekkert og elegant en sennilega myndu fáar konur taka sér þessi orð í munn í dag. Hipparnir voru grúví og við sem nú eigum fullorðin börn vorum smart og töff en krakkar í dag eru hip og kúl. Ég hef verið að reyna að rifja upp fleiri af þessum kynslóðatengdu orðum en ekki tekist að grafa neitt meira upp. Bætiði endilega við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)