Vaðandi í villu og svíma

Við systur, Svava og ég, fórum með Freyju í gönguferð uppi í Heiðmörk í dag. Við gengum gleiðgosalegar inn í skóginn og vorum ekki lítið sperrtar og ánægðar með okkur í góða veðrinu. Gleðin fór þó eitthvað heldur að súrna þegar við vöknuðum upp við vondan draum og áttuðum okkur á því að við höfðum ekki hugmynd um hvar bíllinn var. Við vorum búnar að ganga heillangan hring og komnar á veg aftur en bíllinn var hvergi nálægur. Við vissum að við höfðum lagt við Furulund og nú hófst leit að honum á korti. Jú, þarna var hann og við héldum af stað. Hvort við vorum að fara í rétta átt eður ei var hins vegar fullkomlega óljóst. Eftir langt labb og klór í höfðinu yfir þremur kortum römbuðum við á bílinn meira fyrir heppni en lagni. Ég vildi óska að mér hefði gengið betur í ferðamennskutímunum í Leiðsöguskólanum en ég skildi hvorki upp né niður í kortunum sem við vorum að reyna að lesa á þar.

Bloggfærslur 3. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband