Kirkjan og mannréttindi

Mér finnst gæta undarlegs misskilnings hjá fólki þegar rætt er um trúmál. Í æsingnum yfir því að prestum væri ekki lengur leyft að valsa inn á leiksskóla í Seljahverfi og halda uppi trúarlegum boðskap og svo því að kristilegt siðgæði skuli ekki lengur vera nefnt í grunnskólalögum gleymir fólk að trúfrelsi er eitt af stjórnarskrárbundnum grundvallarmannréttindum. Um þau gildir að þau þykja svo mikilvæg og sjálfsögð að þau eru stjórnarskrárbundin og ekki háð lýðræðisreglum sem byggja á meirihlutavilja. Trú-, skoðana-, félaga-, og málfrelsi eru okkur svo heilög að engin meirihluti getur kúgað okkur til að sætta okkur við að brotið sé á réttindum okkar á þessum sviðum. Það skiptir því engu máli hvort meirihluti foreldra í Seljahverfi elskar prestinn sinn og vill fá hann í heimsókn í leikskólann það nægir einn óánægðan til að eðlilegt og sjálfsagt mannréttindamál sé að gera prestinn útlægan úr leikskólanum. Slíkt ætti í raun aldrei að þurfa koma til umræðu því presturinn ætti sjálfur að vita þetta og hafa smekk til að setja menn ekki í þá aðstöðu að þurfa að gera athugasemdir við yfirgang hans. Nákvæmlega það sama gildir um grunnskólalögin. Við sem teljum okkur siðleg þrátt fyrir að standa utan trúfélaga eigum ekki að þurfa að sætta okkur við að börnum okkar sé kennt á grunni einhvers boðskapar sem við kunnum ekki við. Allt annað er stjórnarskrárbrot og þá gildir einu hversu mikill meirihluti liggur að baki viðtekinni skoðun.


Bloggfærslur 14. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband