16.2.2007 | 16:05
Úr mér er allur vindur
Um leið og ég skrifaði þessa fyrirsögn þá datt mér í hug að þetta væri fyrirtaks byrjun á vísu en þar sem að úr mér er allur vindur og ég er búin að vera ákaflega andlaus í allan dag þá held ég að reyni ekki að berja saman einhverri vitleysu. Það bíður því betri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 13:39
h-tímarit komið út
Nýja blaðið mitt er komið út.
Þetta er flottasta forsíðan mín til þessa. Æði. Kíkið inn á www.htimarit.is

Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.2.2007 | 13:06
Að hengja bakara fyrir smið
Fréttir berast nú af því um heimsbyggðina að sala á megrunarlyfjum hafi dregist saman eftir dauða Önnu Nicole Smith. Enn hefur dánarorsök ljóskunnar lánlausu ekki fengist upp gefin svo varla geta menn kennt megrunarlyfjum um dauða hennar nema þá óbeint. Einhvern veginn er líklegra að önnur lyf sem hún notaði víst í umtalsverðu magni hafi þar ráðið úrslitum fremur en brennslutöflurnar. Kannski ber samt að líta þetta jákvæðum augum og telja alla umræðu gegn megrunarsýki samfélagsins af hinu góða. Vonandi fylgir þá í líka í kjölfarið mikil flóðbylgja feðra sem vilja vera jafnábyrgir og þessir sem bíða nú í röðum eftir að færa fyrir því sönnur að þeir eigi Dannielynn litlu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)