18.2.2007 | 11:19
Byrgismaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.2.2007 | 11:05
Neydd til dónaskapar
Ég gerði mitt besta til að svara athugasemd Guðnýjar Önnu við fyrri færslu en bloggerinn vildi ekki samþykkja þetta eða senda þannig að ég ákvað að reyna að fara þá leið að gera nýja færslu. Ef þetta tekst ekki þá hef ég orðið fyrir grófri ritskoðun eða að verið er að benda mér á að ég ætti að skammast mín fyrir sóðalegar ritsmíðar. En hér kemur þetta sem sé og ég hef verið neydd til að birta dónskapinn.
Já, svona geta nú meistaraverkin glatast. Eiginlega finnst mér að í tilfellum sem þessum eigi hringjandinn að vera skaðabótaskyldur. Mér datt hins vegar í hug vísa eftir að hafa endurraðað aðeins í fyrstu línunni. Hún er svona:
Allur vindur er úr mér
ekkert lengur gaman
Aðrir úti að skemmta sér
að aftan bæði og framan.
Síðasta línan er hins vegar svo tvíræð að maður birtir hana ekki á virðulegu bloggi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)