27.2.2007 | 09:38
Ét ofan í mig, ekki hattinn minn þó
Steinunn Valdís Óskarsdóttir skrifaði mér áðan svar við athugasemdum mínum við orð hennar í Silfri Egils. Hún sagðist hafa verið að tala um fréttamiðla en vita vel af okkur sem ritstýrum tímaritum og benti mér á að Steinunn Stefáns. er aðstoðarritstjóri en Þorsteinn Pálsson og Jón Kaldal aðalritstjórar. Því er það alveg rétt hjá Steinunni Valdísi að Sigríður Dögg er eina konan sem ritstýrir fréttamiðli. Ég ét því ofan í mig orð mín hér í fyrri færslu hvað borgarstjórann fyrrverandi varðar en stend við stóru orðin um almenna fordóma gegn tímaritum. Ég held að tími sé kominn til að menn átti sig á því að þar eru á ferð fjölmiðlar sem hafa mikið gildi og vægi þeirra er síst minna en annarra miðla þótt þau séu í flestum tilfellum skrifuð af konum fyrir konur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)