30.3.2007 | 11:39
Ágætt nýyrði
Var að lesa mbl.is og rakst á þessa skemmtilegu fyrirsögn Evrópusamningur gegn kynferðislegu ofbelgi gagnvart börnum. Nú velti ég fyrir mér hvort þetta sé nýyrði til komið vegna þess að offita barna eykst mjög hratt í heiminum.
Því miður er ég slíkur erkiklaufi að ég get ekki tengt fréttina hér inn á bloggið mitt en þið verðið bara að taka mín orð fyrir því að svona var fyrirsögnin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)