14.5.2007 | 13:51
Svipur risessunnar
Um daginn heyrði ég á tal tveggja kvenna í verslun hér í bæ. Þær voru að ræða heimsókn risessunnar og önnur þeirra sagði: „Hún minnir mig á einhvern en ég get ekki fyrir mitt litla líf gruflað upp hver það er.“ Hún hafði varla lokið setningunni þegar því laust niður í mig að risessan minnir óneitanlega á Björk frá ákveðnum sjónarhóli að minnsta kosti. Þær hafa báðar þetta dulúðuga austræna útlit. Annars var reglulega gaman að heimsókn risessunnar og föður hennar hingað og þau lífguðu upp á borgina meðan þau stöldruðu við. Nafnið á fyrirbærinu virðist ekki hafa verið alveg skýrt hjá sumum því ég heyrði fréttamann á Stöð 2 kalla hana rísessuna í fyrstu frétt sem hann flutti af komu hennar. Kvöldið eftir hafði viðkomandi svo fundið rétta taktin og nafnið á hinni stórvöxnu dömu rétt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 11:44
Kúrt á kosninganótt
Kosninganóttin var æsispennandi en ég verð að viðurkenna að ég entist ekki nema til klukkan rétt rúmlega tvö. Gummi sat lengur. Mér finnst það óþolandi hvað ég er að verða kvöldsvæf. Hér á árum áður var ég alltaf hressust á kvöldin en nú dotta ég iðulega yfir sjónvarpinu hálft kvöldið og skríð svo í rúmið um ellefu. Eitt hefur þó ekki breyst. Mér þykir alltaf jafngott að kúra frameftir á morgnana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)