28.6.2007 | 15:17
Kristilegu kærleiksblómin spretta
Mikið var ég fegin að séra Hirti Magna var veitt aflausn af siðanefnd presta. Ég sá nefnilega ekkert ósiðlegt eða ljótt við orð hans. Ég er því reyndar hjartanlega sammála að sá sem telur sig hafa höndlað hinn eina rétta sannleika er hættulegur. Það er nefnilega stutt í að menn taki að sveifla sveipanda sverði og brenna óæskilegt fólk ef þeir eru of vissir í sinni sök. Kristur boðaði auðmýkt, umburðarlyndi og kærleika og stundum finnst mér trúlaust fólk eiga meira af slíku í sínum sálarkirnum en hinir kristnu. Þegar ég rekst á þannig tilvik tel ég sannast hið fornkveðna að kristilegu kærleiksblómin spretta kringum hitt og þetta. En víkjum að annarri siðanefnd og það er nefnd kollega minna sem dæmdu Kastljós og Helga Seljan sek um grófa móðgun í aðdraganda kosninga. Öðruvísi mér áður brá er það eina sem ég hef um þá niðurstöðu að segja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2007 | 09:33
Annir og meiri annir
Ég hef verið ákaflega önnum kafin að undanförnu og varla mátt líta upp úr verkefnum. Freyja er að verða búin að fá nóg af þessu og er tekin upp á því að rukka mig um göngutúra. Hún stillir sér upp fyrir framan mig og geltir þar til ég gefst upp, sæki ólina hennar og fer með hana út. Alveg er það merkilegt hvernig allt safnast ævinlega á örfáa daga. Stundum líða margar vikur án þess að nokkuð gerist en ef einhver slysast til að bjóða þér í afmæli hrúgast skyndilega inn tilboð um þetta og hitt sama dag eða dagana í kring. Á endanum er maður nánast kæfður í alls konar uppákomum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)