Með skammarroða í kinnum

Við Freyja gengum á Úlfarsfellið í gær. Ég hef aðeins gengið þrisvar á fjöll í sumar en í fyrra var ég einstaklega dugleg við þetta og fór á Úlfarsfellið einu sinni til tvisvar í mánuði. Núna hef ég aðeins farið eina ferð þarna upp og var því nokkuð annar bragur á mér en fyrir ári. Þá skokkaði ég þetta léttilega upp á tuttugu mínútum (þannig er það að minnsta kosti í minningunni) og hló hæðnislega þegar menn kölluðu þetta fjall. Sagði borubrött: „Úlfarsfellið er hóll.“ Í þetta sinn skreiddist ég sem sagt upp brekkurnar móð og másandi. Tíkin horfði á mig vorkunnaraugum og velti fyrir sér hvort það tæki því að bíða eftir þessum aumingja. Ég taldi upp allar þær afsakanir sem mér duttu í hug: Ég er illa fyrirkölluð, þreytt eftir daginnn og fleira. Allar féllu þær þó um sjálfar sig þegar kona á aldur við mömmu strunsaði fram úr mér og komst á toppinn langt á undan mér. Ég verð að gera eitthvað í mínum málum.

Bloggfærslur 23. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband