31.8.2007 | 20:05
Fyrirsætan Freyja
Ég var að fletta Fréttablaðinu í morgun þegar ég sá mynd af reffilegum gulum hundi á blaðsíðu átta sem mér fannst ég aldeilis kannast við. Þetta var alveg eins og Freyjan mín svo ég hringdi niður á blað og viti menn. Þessi mynd var tekin á Þingvöllum árið 2005 þegar haldið var upp á 90 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis íslenskra kvenna. Og mikið rétt ég var þar með Freyju svo það er staðfest Freyja er fín fyrirsæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)