Staðgenglar statista

Í Fréttablaðinu í dag er hreint unaðslegt vísdómsbrot á bls. 40 undir yfirskriftinni: Vissir þú ... Þar er fullyrt að í kvikmyndinni um Gandhi hafi verið flestir staðgenglar í kvikmyndasögunni eða um 300.000. Einhver hefur nú leikarafjöldinn verið fyrst staðgenglar voru svo margir því venjan er yfirleitt sú að hafa aðeins staðgengla fyrir aðalleikarana. Síðan eru taldar upp þær kvikmyndir þar sem staðgenglar voru heldur færri eða eitthvað á annað hundrað þúsund manns. Já, mikið eru nú staðreyndirnar oft furðulegar.

Bloggfærslur 13. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband