Litbaugur á tungli

Í kvöld er litbaugur á tunglinu. Ég hélt fyrst að þetta væri rosabaugur en þegar ég fletti því upp kom í ljós að rosabaugarnir eru lengra frá tunglinu og litur þeirra er eingöngu hvítur. Engu að síður fannst mér þetta merkilegt og fallegt að sjá. Rosabaugar eiga samkvæmt hjátrúnni að vera fyrir einhverju, að ég held einhverjum ósköpum en ég veit ekki hvort litbaugarnir boða eitthvað. Kíkiði út um gluggann ef þið hafið ekki tekið eftir þessu nú þegar.

Bloggfærslur 19. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband