22.1.2008 | 22:36
Öll dýrin í skóginum eru vinir
Mikið er ég ánægð með borgarstjórnina okkar. Þarna ríkir jöfnuður og eining umfram allt það sem fyrr hefur sést í íslenskum stjórnmálum. Þessar elskur ætla að skipta um meirihluta og hrókera fram og til baka allt kjörtímabilið þangað til allir hafa fengið að prófa borgarstjórastólinn. Þetta er einmitt það sem við erum alltaf að reyna að kenna börnunum okkur, að leyfa öllum að vera með og prófa líka. Já, öll dýrin í skóginum eru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)