25.1.2008 | 15:20
Meistarar í ambögusmíð
Ég hef ákaflega gaman af ambögum. Hér má sjá nokkrar óborganlegar:
Þessi peysa er mjög lauslát.
Þau eiga þvílíka myllu, lifa eins og greifingjar og leika á alls eggi. (Geri aðrir betur.)
Hann sló tvær flugur í sama höfuðið.
...þarna hefði ég sko viljað vera dauð fluga á vegg.
Ég sá svo sætan strák að ég fór alveg fram hjá mér.
Ég er svo þreyttur að ég henti mér undir rúm.
Hann sat bara eftir með súrt eplið.
Og, nú, góðir farþegar, er einmitt fengitími melóna.
Ég hreinlega vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að setjast.
Hann barasta kom eins og skrattinn úr heiðskíru lofti.
Þar stóð hundurinn í kúnni. (Þar lá hundurinn grafinn. Þar stóð nífurinn í kúnni.)
Maður fer í bæinn til að sjá sig og sýna aðra.
Svo handflettir maður rjúpurnar...
Já, fólk núorðið er svo loðið á milli lappanna.
Þetta er ekki upp í köttinn á Nesi.
Betur sjá eyru en auga
Ég er alveg stein vöknuð!(eftir að hafa verið stein sofandi)
Ég er eitthvað svo sunnan við mig (sagt á Akureyri)
Það er ég sem ríð rækjum hér(að ráða ríkjum)
Ég er búinn að vera andvana í alla nótt
Róm var ekki reist á hverjum degi!( Sagði maður á Akureyri)
Vinsamlegast beinhreinsið vínberin (í jólauppskrift)
Lærin lengjast sem lifa (maður lærir svo lengi sem maður lifir)
Svo lengist lærið sem lífið (frá Akureyri)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)