6.1.2008 | 17:31
Kveldúlfur er kominn í ...
Ég sé á tölvupóstinum að ég hef misst af miklu í gærkvöldi. Bloggvinafundurinn tókst með slíkum ágætum og greinilegt að þar hefur heyrst bæði bloggbloggblogg og bloogblooogbloog. Ég svaf þetta frábæra kvöld af mér. Ég ætlaði að horfa á fréttirnar á Stöð 2 áður en ég færi af stað, sofnaði og vaknaði ekki fyrr klukkan var langt gengin í ellefu. Þá var ég hálfstúrin og eitthvað svo löt að ég fór að ráða vísbendingakrossgátu Morgunblaðsins. Sat við það fram til miðnættis en þá taldi ég mig hafa náð að ráða gátuna. Reyndar er eitt orðið vitlaust miðað við vísbendinguna en ég hallast að því að krossgátuhöfundur hafi þarna gert mistök. En það kemur í ljós í næstu viku. Ég hvet ykkur bara til að boða fljótt til annars fundar kæru bloggvinir og þá skal þess skyndilega kvöldsvæfa kona útiloka að kveldúlfur komist að henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)