Líf í kössum

Við hjónin bíðum eftir að fá afhent hús sem við vorum að kaupa en aðeins er hálfur mánuður í að við flytjum. Við búum því í kössum í augnablikinu og búið að pakka öllu því sem hægt er og koma kössunum fyrir á vörubrettum í bílskúrnum. Alveg er það með ólíkindum furðulegt hvað mig bráðvantar alltaf einhvern hlut um leið og ég er búin að pakka honum niður. Meira að segja dót sem ég hef ekki notað árum saman verður allt í einu alveg ómissandi við eitthvert tækifæri um leið og það er komið í kassa. Þetta er hreinlega ekki einleikið.

Bloggfærslur 5. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband