Í rúmið með Bill Bryson

Að undanförnu hef ég verið að lesa Stiklað á stóru um næstum allt eftir Bill Bryson. Bókin sú er af stærri gerðinni og því ekki heiglum hent að druslast með hana í rúmið en ég hef látið mig hafa það fyrst og fremst vegna þess að maðurinn er svo skemmtilegur penni að maður er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig. Áður hafði ég lesið Notes from a Small Island og Notes from a Big Country en i þeirri fyrri skrifar Bill um reynslu sína af því að vera Bandaríkjamaður búsettur í Bretlandi og í hinni síðari um hvernig það er að koma aftur heim til USA eftir tuttugu ára búsetu í Evrópu. Báðar eru frábærar. Bill er mikill húmoristi og kann þá list að opna manni nýja sýn á alla hluti. Maður sem getur skrifað um mikla hvell þannig að hann sé bæði fyndinn og spennandi hlýtur að vera góður, ekki satt?

Bloggfærslur 16. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband