Vegleg verðlaun

Á dögunum villtist ég inn á vef Mjólkursamsölunnar og tók þátt í einhverri getraun þar sem þekkja átti höfund ljóða. Þetta tókst mér svo bráðvel að í gær fékk ég senda tilkynningu um að ég hefði unnið veggspjald með mynd af Jónasi Hallgrímssyni. Ég gladdist ósegjanlega, enda þessi eina mynd sem ég hef séð af Jónasi glæsileg og til að vitna nú í merkan persónu þá myndi svoleiðis skraut sannarlega „tie the room together.“ Af einhverjum ástæðum ætla ég nú samt að láta hjá líða að sækja veggspjaldið góða.

Bloggfærslur 29. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband