4.2.2008 | 10:19
Glæpir á glæpi ofan
Þá er Pressan búin og ég á eftir að sakna hennar. Þetta voru prýðisþættir en ég hafði reyndar giskað á hver var morðinginn og hafði rétt fyrir mér. Öðru máli gegnir hins vegar um dönsku þættina Forbrydelsen sem ég er svo spennt yfir að ég ræð mér tæpast. Þar er ég búin að forma fjórar kenningar um hver sé morðinginn og einn minna morðingja er dauður þannig að hann er úr leik. Nú er enn einn í sigt og það á eftir að koma í ljós hvort sá reynist sekur um annað en að vera persóna í þessum þáttum. En mikið skelfing er hann Lars Mikkelsen aðlaðandi maður. Persónulega tel ég hann bera af bróður sínum, Mads, eins og gull af eiri en sennilega eru ýmsir því ósammála. Mads býr auðvitað að því að hafa leikið í Bond-mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)