Furðuleg hugrenningatengsl

Af einhverjum ástæðum hefur mér verið efst i huga í allan morgun gamli húsgangurinn: Nú er úti veður vott, verður allt að klessu, ekki á hann Grímur gott að gifta sig í þessu. Þetta er kannski ekki alveg við hæfi og væri ábyggilega nær að raula Þorraþræl eftir Fjallaskáldið. Ég þarf alltaf að vera eitthvað svo öfug. Kannski er votviðrið svona mikið í huga mínu því mig dreymdi í nótt að ég væri í baði og vatn flæddi yfir baðkersbrúnina.

Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband