Hvað felst í nafni?

Ég mætti hress í vinnuna í morgun eftir að hafa gengið með tíkina í ríflega hálftíma. Raggi umbrotssnillingurinn minn kom stuttu síðar og sagði glaðhlakkalega: „Það er bara komið vor.“ „Já,“ svaraði ég, „enda var Eva glöð í morgun.“ „Já, var það,“ sagði Raggi. „Og hvernig lýsti það sér.“ „Nú, bara hún þefaði af öllum blómbeðum og nuddaði sér utan í runna,“ sagði ég. „Ha! Þú veist að þú sagðir Eva!“ sagði Raggi.  Úps, maður getur nú ruglast á Eva og Freyja.


Bloggfærslur 1. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband