Aumingjakakan

Í gærmorgun fór ég út í bakarí og keypti ýmis konar gúmmelaði með morgunverðinum/brunchinum fyrir fjölskylduna. Meðal þess sem ég kom heim með var kaka sem ekki teldist til sérlegra tíðinda nema af því að hún var græn að ofan. Lokahnykkur á verki bakarans var sem sé að setja grænt marsípan ofan á kökuna og baka hana svo. Marsípanið bráðnaði niður og sumsstaðar stóðu uppi litlar brúnar eyjar af kökudeigi. Hvernig í ósköpunum datt þér í hug að kaupa græna tertu? Spurði maðurinn minn. Þetta er einstaklega óaðlaðandi á að líta. Ég vorkenndi henni, svaraði ég. Einmitt af því að hún var svona græn og viðbjóðsleg var ég alveg viss um að enginn myndi kaupa hana. Minn ektamaki horfði á mig litla stund og sagði svo: Það er versta er að ég er sannfærður um að þessi skýring þín á kaupunum er rétt. Aumingjakakan situr nú niður á eldhúsborði og þeir einu sem hafa snert á henni eru ég og hundurinn.

Bloggfærslur 20. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband