Hvað er að sumu fólki?

Ég hef verið hálfdöpur og leið alla helgina. Ástæðan er ekki sú að eitthvað sé að hjá mér sjálfri heldur kom lítil frétt í Morgunblaðinu á föstudaginn mér í slíkt uppnám að ég hef ekki getað vikið þessu úr huga mér. Einhverjir óþokkar skildu lítinn kettling eftir einan í íbúð upp á Akranesi og þar leið þessi vesalingur vítiskvalir þar til lögregla braust inn í og færði hann til dýralæknis sem varð að svæfa hann. Dýrið var svo langt leitt að ekki var hægt að bjarga því. Hvað er í hausnum á þessu fólki? Hvað er hreinlega að því? Og hvernig stendur á því að dýraníðingum af þessu tagi er aldrei refsað? Muniði hestaníðinginn sem barði hrossið sitt með svipuskafti og náðist á mynd. Hann var ekki einu sinni ákærður og heldur sennilega uppteknum hætti enn í dag. Mér líður eins og Heine forðum þegar hann orti til Lórelei: Ég veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi dapur ég er. Ég skil ekki hvernig hægt er að gera svona. Í raun réttri ætti að dæma fólk til að gangast undir sömu píslir og það lagði á dýrin. Kannski það kveikti einhverja glóru skynsemi í hausnum á því.

Bloggfærslur 6. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband