13.8.2008 | 10:35
Himnaríkisveisla
Við Svava systir mættum galvaskar í afmæli Himnaríkisfrúarinnar í gær og tróðum okkur út af kökum, brauðtertum og öðru góðmeti. Ég get trúað ykkur fyrir því að hún klikkaði ekki á kaffinu og það var jafngott og aðrar veitingar. Við gátum ekki stillt okkur um að berja saman heimskulega limru í afmæliskortið, enda finnst okkur það tilheyra. Hér er kveðskapurinn:
Hin eðla Himnaríkisfrú
er, upp á æru og trú
fimmtug í dag
svo nú er lag
að byggja upp á Akranes brú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)