25.9.2008 | 09:24
Hauströkkrið yfir mér
Ætli það sé ekki eitthvert hauströkkur að setjast að í sál minni. Ég hef verið svo andlaus að undanförnu að mér hefur bókstaflega ekki dottið neitt í hug að skrifa um. Í gær brugðum við hjónin okkur hins vegar í göngu um Heiðmörk til að njóta haustlitanna og þar gaf að líta þvílík ókjör af berjum að ég varla séð annað eins. Berin voru auk þess svo stór og safarík að ég gat ekki stillt mig um að tína og tína og háma í mig í gríð og erg. Gummi og tíkin biðu á meðan ég tók verstu græðgisköstin en undir það síðasta voru þau farin að reka á eftir mér og sýna óþolinmæði gagnvart þessu ótrúlega áti. Það hefði nefnilega mátt halda að ég hafi ekki séð mat í fjölda ára. Hugsanlega eru berin í Heiðmörkinni ónýt eftir nóttina í nótt en mér skilst að víða hafi verið frost og héluð jörð í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)