Breyskur en ekki alvondur

jpv227168Arnaldur Indriðason er snillingur í að skapa stemningu í sögum. Þótt flestar hans bækur hafi hverfst um glæpi nær hann alltaf að fanga tíðaranda og andrúmsloft sem annað hvort sendir mann aftur til fyrri tíma eða veitir innsýn í einhver blæbrigði nútímans sem maður þekkti ekki áður. Í nýjustu bókin hans Kyrrþey kemst Konráð loks að því hver stakk föður hans í portinu við Sláturfélag Suðurlands en um leið rannsakar hann gamalt morðmál og spillingu innan lögreglunnar. Og hann er ekki alveg saklaus sjálfur. 

Í Þagnarmúr fóru að koma skýrar fram skapgerðarbrestir Konráðs og ákveðin óbilgirni og samviskuleysi. Ég fann þá að mér líkaði alls ekki við þennan mann. Nú fær lesandinn enn skýrari mynd af þessum eðliskostum og áttar sig á að uppeldið hefur sett sitt mark á Konráð og kannski er hann líkari föður sínum en hann vill vera. En sagan er spennandi og frábærlega fléttuð og eins og venjulega eru sýnir Eyglóar og hennar upplifanir einstakt krydd í söguþráðinn.

Í fyrra brá Arnaldur út af vananum og sagði okkur söguna af klukkunni í höll Danakonungs og hvernig íslenskur úrsmiður og andlega kvalinn kóngur ná að tala saman og tengjast. Sú saga var ótrúlega áhugaverð og vel unnin. Sú staðreynd að þarna var sögð sönn saga var svo aðeins til að auka á ánægjuna. 


Bloggfærslur 10. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband