Hvað er svona merkilegt við sögustaði?

download„Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt,“ orti Tómas Guðmundsson í kvæðinu Fjallganga og var auðvitað að hæðast að þörf okkar fyrir viðurkenningu, sigra og vinna einhver afrek fyrst og fremst til að stæra okkur af þeim. Ég fékk hins vegar aðeins aðra sýn á þessa þörf mannsins til að merkja og þekkja umhverfi sitt þegar ég fór að starfa sem leiðsögumaður. Landslag og staðir fá einhvern veginn meiri dýpt og merkingu þegar maður þekkir sögu þeirra. Að ferðast með leiðsögn um eykur skilning manns á menningu landsins og þess sem hefur mótað þjóðina.  bókinni Á sögustöðum fjallar Helgi Þorláksson prófessor emeritus við HÍ um sex sögustaði: Bessastaði á Álftanesi, Hóla í Hjaltadal, Odda á Rangárvöllum, Reykholt í Borgarfirði og Skálholt og Þingvelli í Árnessýslu. Hann veltir fyrir sér hvað þurfi til að staður kallist sögustaður og hvert aðdráttaraflið sé.

Í sumum tilfellum eru það tengsl hæfileikaríkrar manneskju við staðinn, stundum umhverfið eða atburðir sem þar hafa átt sér stað og svo auðvitað annað slagið allt þetta. En þetta er vandmeðfarið. Nægir það til dæmis að eitthvert frægðarmenni hafi fæðst á tilteknum stað til að hann teljist sögustaður? Verður að fylgja að það hafi vaxið þar upp eða nægir að fyrstu andardrættirnir voru dregnir þarna? Þessum og fleiri áhugaverðum spurningum veltir Helgi upp en hann setur sér einnig stærra markmi

Helgi tekur sér á hendur áhugavert verkefni. Hann hrekur margar viðteknar hugmyndir og mýtur um hlutverk staðanna og þá atburði sem þar áttu sér stað. Hann bendir á í inngangi að að hugmyndir okkar um þessa staði mótist af þjóðernisrómantík á 19. og 20. öld, sjálfstæðisbaráttunni og þeim hugmyndum sem þá urðu til um gullöld landsins, þjóðveldisöldina. Ansi margt bendir til að aðdáun okkar á forfeðrunum sé byggð á misskilningi og ekki síður um þá kúgun og harðræði af hálfu erlends valds sem talið var hafa haldið aftur af þjóðinni. Landsmenn trúa því margir enn að við höfum bara þurft að losna undan dönsku konungsvaldi til að ná að blómastra og margir einstaklingar fengið á sig óverðskuldaðan hetjustimpil vegna baráttu sinnar gegn erlendu hættunni. Þessi bók er einstaklega vönduð og vel skrifuð og mjög holl lesning. Hér eru reifaðar nýjustu hugmyndir sagnfræðinga byggðar á nútímarannsóknum. Það er ekki síður gaman að lesa um margvíslega menningarstarfsemi og hugmyndaauðgi manna er sátu suma þessa staði, menn sem eru að mestu gleymdir og áhrif þeirra þökkuð öðrum. Þetta er merkileg bók sem ekki er hægt að lesa í einni lotu og verður að lesa oftar en einu sinni

 


Bloggfærslur 10. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband