19.4.2023 | 14:19
Molar um bækur
Lengsta skáldsaga sem skrifuð hefur veirð er À la recherche du temps perdu eftir Marcel Proust eða Í leit að glötuðum tíma, eins titillinn varð á íslensku í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Sagan var fyrst gefin út árið 1912 og er talið að hún sé um það bil 1,267,069 orð og 4.215 síður en þessar tölur rokka örlítið eftir útgáfum. Hún var fyrst gefin út í 13 bindum en nú var í tveimur þegar hún kom út á íslensku. Ef menn vilja ráðast í það þrekvirki að lesa hana má búa sig undir að verja í það 70 klukkustundum ef menn lesa að meðaltali 300 orð á mínútu.
Duglegur lesandi
Mjög misjafnt er hversu hraðlæst fólk er og einnig hversu duglegt það er að lesa. Theadore Roosevelt var án efa einn vellesnasti maður sögunnar en hann las að meðaltali þrjár bækur á dag. Eina fyrir morgunmat og tvær til þrjár á kvöldin eftir því hvort forsetaskyldurnar kölluðu hann til verka eður ei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)