20.4.2007 | 09:14
Hundur úti á túni að bíta gras
Enn eitt óbrigðult merki um að vorið er komið er að Freyja er farin að bíta gras. Hundar og kettir gera þetta til að hreinsa meltingarveginn af hárvöndlum en það er alltaf jafnfyndið að sjá gulan hund standa úti á túni og bíta gras. Sérstaklega er þetta skondið vegna þess að klippibitið er í jöxlunum hjá hundum en ekki framtönnunum eins og hjá grasbítum þannig að tíkin verður að halla undir flatt og bíta stráin í sundur á hlið. Hún japlar sem sagt á grasinu og svipurinn er hreint óborganlegur. Í morgun stóð og ég og horfði á hana flissandi eins og kjáni þegar tveir Pólverjar gengu framhjá og störðu á mig með óttaglampa í augum. Þetta var næstum eins vandræðalegt og þegar maðurinn gekk fram á mig í Kópavogsdalnum þar sem ég stóð í hrókasamræðum við sjálfa mig. Þá var ég eldsnögg að hugsa sneri mér að umsvifalaust að tíkinni og sagði: Já, ertu ekki sammála þessu. Ég veit ekki hvort þessi redding virkaði en maðurinn leit um öxl hvað eftir annað til að vita hvort þessi veðurviti stæði þarna enn.
Athugasemdir
Daginn. Ég var í hundunum. Átti 2 svarta labba og hvítan gólden.Það var mjög fyndið þegar þeir fóru á beit og bitu gras hlið við hlið. Svartur og hvítur.
Og við hunda fólkið á spjallinu upphátt útí loftið 
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 09:36
Hahahaha... ég vissi ekki að hundar notuðu gras!! Kom mér til að hlægja sem er yndislegt svona árla dags!!
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 10:27
þau ert búin að bjarga deginum hjá mér, eins og svo oft áður
Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 13:39
Ég þarf enga hunda bítandi gras til að eiga í hrókasamræðum við sjálfa mig hvar sem ég er.
Geri það alveg alein og hjálparlaust!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 16:17
Fæ heimþrá að þessum skemmtilegu orðmyndum!
a
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 17:48
Hvaða blað er þetta sem var í umræðunni um fatalýsingar?
Ert þú að gefa út eigið tímarit?
Ásgeir Rúnar Helgason, 20.4.2007 kl. 20:22
JÁ ÉG ER VETRARBLÓM...en hlakka til sumarsins....takk, enenga hunda, takk!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2007 kl. 20:35
Þið eruð alveg frábærar "mæðgur"
Kveðja Alma
Alma Lilja (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 22:28
Hæ hæ, öll. Geiri minn, Stundum gleymir maður að ekki vita allir allt um alla eins og hér heima. Ég hætti í haust á Vikunni og fór að ritstýra nýju tímariti sem heitir h-tímarit. Það er gefið út af ungum hjónum sem eiga útgáfufyrirtækið sem stendur á bak við þetta. Ísland í dag er umræðuþáttur í sjónvarpi og þar var nýjasta blaðið mitt gert að umtalsefni. Og Dúa mín dásamlega hundurinn er alltaf sammála mér í heimspekilegum efnum en hefur eigin hugmyndir um ýmislegt annað.
Steingerður Steinarsdóttir, 21.4.2007 kl. 12:54
Einu sinni var ég að viðra Freyju og þá tók hún að bíta gras. Það fannst mér annsi skemmtilegt. Minna skemmtilegt var hinsvegar þegar hún velti sér upp úr úldnu heyi skömmu síðar.
Svava S. Steinars, 21.4.2007 kl. 17:11
OK,
flott hjá þér!
Kaupi eintak næst þegar ég kem heim!
Einn voða utangátta:
Ásgeir Rúnar Helgason, 21.4.2007 kl. 19:32
Ég elska Freyju ... verst hvað hún elskar kettina mína mikið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.