10.3.2023 | 18:27
Hvað segir bókhillan þín um þig?
Á flestum heimilum eru bókasöfn, misstór og fjölbreytt, en engu að síður kjósa flestir að hafa í kringum sig bækur. Þetta eru uppflettirit, uppáhaldsskáldsögur, fallega innbundin ritsöfn, bækur tengdar áhugamálum og ótal margt fleira. En hvernig fólk kýs að raða í bókahilluna er mjög misjafnt og segir margt um viðkomandi.
Sumir raða eftir lit. Allar rauðar bækur saman, þær svörtu á öðrum stað og þannig koll af koll. Ef marka má netið er það skapandi fólk með gott auga fyrir formi og litum. Það hefur einnig gaman af að prófa sig áfram og skoða hlutina frá öllum hliðum.
Þeir sem raða eftir tegundum það er leyfa ljóðabókunum að vera saman, ævisögunum við hlið þeirra og koma svo uppflettiritunum í sérhillu og þar fram eftir götum er fólk með góða rökhugsun, skipulagt og nokkuð formfast.
Þriðja týpan raðar eftir höfundum. Hver og einn fær sitt pláss og stöku höfundarnir raðast saman. Þetta er félagslynt fólk með góða tilfinningagreind. Helst vill það hafa félagsskap í kringum sig og ræða efni bóka sinna við aðra.
Fjórði hópurinn kýs að raða bókum eftir stærð. Þetta er íhaldssamt fólk sem heldur fast í gamlar venjur og siði. Það er almennt ekki tilbúið til að breyta miklu og vill helst hafa hvern dag í föstum skorðum og sína rútínu á hreinu.
Að lokum eru það svo þeir sme raða alla vega. Bækurnar liggja ýmist láréttar eða látnar standa upp á rönd. Hér eru uppreisnarseggir á ferð. Þeir láta ekki segja sér fyrir verkum né hvernig hafa á hlutina. Þeir njóta þess að breyta og upplifa ævintýri.
Athugasemdir
Þetta eru skemmtilegar hugleiðingar sem að kannkski fáir ræða um:
Svona hef ég þetta hjá mér:
5.Litlar bækur eru efst.
4.Uppáhalds bækurnar.
3.Bækur sem koma inn á mitt áhugamál en skoða sjaldan.
2.Bækur sem að ég skoða mjög sjaldan.
1.Í neðstu hillunni hef ég stórar bækur og möppur.
Jón Þórhallsson, 11.3.2023 kl. 13:47
Bókin sem að birtist þarna í þessari færslu;
heitir INNSÝN Í MANNLEGA TILVERU
og endurspeglar minn hugarheim betur en margar aðrar bækur.
Aðal-áherslan er INNIHALD ÞESSARAR BÓKAR
en ekki á gula þríhyrninginn á forsíðunni.
Jón Þórhallsson, 11.3.2023 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.