Frábærar sakamálasögur

Ad_duga_eda_drepast_72pt-650x1024Bækurnar um Karen Eiken Hornby rannsóknarlögreglumann á Doggerland eru meðal skemmtilegustu sakamálasería sem rekið hafa á fjörur mínar. Maria Adolfsson er frábær höfundur, hugmyndarík og kann að byggja upp spennu fyrir svo utan að hafa búið til heilan eyjaklasa og íbúa á honum. Sú nýjasta, Að duga eða drepas, gefur hinum fyrri ekkert eftir, er eiginlega meira spennandi

Karen er kasólétt og komin í fæðingarorlof þegar sagan byrjar. Hún er stödd í miðbænum ásamt vinum sínum þegar skothríð hefst og sjö manneskjur liggja í valnum. Fjölmargir slasast og þar á meðal Eirik, vinur Karenar. Hún sér hins vegar hvaðan skotin koma og þar finnst skotmaðurinn látinn á vettvangi. Þetta verður til þess að Karen ákveður að mæta í vinnuna og taka þátt í rannsókninni á hvað manninum gekk til.

Það er eitthvað alveg sérstakt við að fylgja eftir óléttum rannsóknarlögreglumanni sem á erfitt með að keyra bíl og er sípissandi. Allt verður líka meira spennandi fyrir vikið því lesandinn óttast ekki bara að ill öfl nái til Karenar heldur er líf barnsins í húfi líka. Mig hefur lengi langað að sjá sjónvarpsseríur gerðar eftir þessum bókum en þær myndu henta einkar vel til þess. Vonandi verður einhver til að uppfylla þá ósk mína en þangað til leyfi ég mér að hlakka til næstu bókar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband