Íslensk kona tekst á við ítalskt sakamál

Gratvidir_72Grátvíðir eftir Fífu Larsen er létt og skemmtileg afþreying. Þetta er góð blanda sakamála- og ástarsögu. Þegar ung kona finnst látin á akri í nágrenni heimilis hinnar íslensku Jóhönnu dregst hún inn í rannsókn málsins því símanúmerið hennar finnst á hinni látnu Jóhanna er ekkja og býr með tengdaföður sínum og syni og gamli maðurinn opnar sig fyrir henni um fjölskylduleyndarmál sem hefur hvílt þungt á honum og gæti tengst konunni. Það er ekki síst fyrir hann sem hún samþykkir að halda í ferðalag með Roberto Farro lögreglumanni í leit að frekari svörum. Fífa er sjálf búsett í Friuli á Norður-Ítalíu og hún blandar inni í frásögnina bæði dökkum og ljósum þáttum í ítalskri menningu og samskiptum. Þetta er kjörin bók að grípa með í bústaðinn eða í flugið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband